Áfangaskjal um mannréttindi

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 28.06.2011 22:57

Kæru ráðsmenn og -konur. Þið eruð frábær og það kemur fram í tillögum ykkar að þið viljið gera bestu stjórnarskrá í heimi. Mér finnst samt stundum að sumt þurfi að hugsa betur.

Í 3. grein segir: „Stjórnvöldum ber að tryggja síaukna vernd mannréttinda.“

Hvað táknar síaukin vernd mannréttinda? Eru einhverjir að ráðast að henni? Eru þær árásir sífellt að aukast þannig að við verðum að auka varnirnar til að halda stöðunni? Er verið að tala um vernd eða aukningu? Vinsamlega athugið hvað þarf að standa þarna.

Í 8. grein segir: „Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.“ Er ekki dómsmál í gangi um upplýsingar um kreditkortanotkun? Og borið við friðhelgi einkalífs? Þó var aðeins verið að kanna hvort notkun þeirra væri í samræmi við lög.

12. gr. Þjóðkirkja. Hér er notað orðasambandið „Evangelíska lúterska kirkjan“. Hversu margir í Stjórnlagaráði vita hvað þetta hugtak þýðir? Ég hef verið mjög virkur í trúarstarfi áratugum saman og hélt að þetta væri guðfræðilegur kenningagrundvöllur. En á fundi um þessi mál hjá Stjórnarskrárfélaginu flutti Pétur Pétursson ítarlegt erindi sem sagði allt annað (Erindið var tekið upp).

Það er því afar áríðandi að bæði þið og þeir sem koma til með að kjósa um þetta mál fái upplýsingar og skýringar til að vita um hvað er kosið.

24. gr. „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem við kjósum.“ Hverjir eru þessir við? Eru það stjórnlagaráðsmenn?

28. gr.-- „geta veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra gegn fullu gjaldi.“ Hvað er átt við með fullu gjaldi? Að hverra mati? Væri ekki nær lagi að segja hæfilegu gjaldi eða bara gjaldi?

Samkomustaður

„Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að það komi saman á öðrum stað.“

Hvaða ástæða er til þess að hafa þetta í stjórnarskrá?

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.