Myndun ríkisstjórnar

Nils Gíslason
  • Skráð: 26.06.2011 01:28

 

Ég er búinn að hlusta vel á 14. fundinn. Þar er rætt um stjórnarmyndun.

Ég minni á að við kusum 63 menn til að vera fulltrúar okkar við landstjórn sem við köllum Alþingi.
Það er talað um að mynda „ríkisstjórn“ sem er safn eins konar verkstjóra ýmissa málaflokka sem Alþingi myndar og eru kallaðir ráðherrar í stað þess að þeir ættu að heita framkvæmdastjórar þar sem þeir lúta ALÞINGI.

Ég mæli með því að þessir framkvæmdastjórar (ráðherrar) verði einfaldlega kosnir af Alþingi. Myndaður er listi þeirra sem stungið er upp á og gefa kost á sér. Fyrst er forsætisráðherra kosinn af þessum lista í tveimur umferðum, fyrst er kosið um allan listann og síðan um þá tvo sem flest atkvæði hljóta. Síðan eru nýir listar myndaðir og aðrir ráðherrar kosnir með sama hætti.  Þetta er ráðherrahópur (framkvæmdastjórar) Alþingis. (Þetta er ekki ráðherrahópur forsætisráðherra, heldur Alþingis.) Ef breyta á um ráðherra er sá nýi kosinn með þessum hætti af öllum alþingismönnum.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.