Athugasemdakerfi vefjarins

Birgir Gíslason
  • Heimilisfang: 1 Oak Ridge Close, Newbury, Bretland
  • Skráð: 25.06.2011 12:46

Hvernig má það vera að til þess að geta skráð athugasemdir við tillögur ykkar, þá þarf maður að vera skráður á Facebook og/eða veita Facebook aðgang að sínum persónulegu upplýsingum frá Yahoo/AOL/Hotmail?

Því notið þið ekki almennt athugasemdakerfi þar sem hver og einn Íslendingur getur notað (með skráningu) án þess að hans/hennar persónulegu upplýsingar séu gerðar aðgengilegar hjá Facebook?

Auk þessa má gera ráð fyrir því að fjölmargir eldri Íslendingar sem vilja fylgjast með starfi ráðsins og koma sínum athugasemdum á framfæri séu ekki skráðir hjá þessum erlendu samskiptafyrirtækjum.

Kveðja,
Birgir Gíslason
Bretlandi

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.