Aðhald að ríkisleyndarmálum

Jón Grétar Borgþórsson
  • Heimilisfang: Hverfisgata 41, 101 Rvk
  • Skráð: 24.06.2011 12:59

Aðhald að ríkisleyndarmálum

 

Í 8. grein mannréttindakafla er fjallað um að það megi loka aðgangi almennings að upplýsingum og gögnum vegna meðal annars „öryggi ríkis“.

Þó að vissulega sé raunveruleg þörf á slíkri lokun upplýsinga stöku sinnum þá er hugtakið „öryggi ríkis“ mjög sveigjanlegt. Til dæmis gæti ráðherra túlkað að óþægilegar upplýsingar sem gæti orsakað réttmæt mótmæli gegn ráðherra, stofnun eða öðru ríkisvaldi flokkist sem ógn við „öryggi ríkis“ sem það á vissan hátt er en er þó andstætt við hagsmuni almennings að setja þá leynd á. Grunur eru um að slík tilvik hafi komið fyrir hér en erfitt er að staðfesta slíkt þar sem einhver einn ráðherra, fyrir tugum ára jafnvel, án yfirsjónar eða samráðs gat merkt skjal sem leyndarmál.

Einhvers konar óháð nefnd eða annað form aðhalds þyrfti að vera til staðar til að sjá til að upplýsingum varðandi stjórnsýslu sé ekki haldið frá almenningi án fullrar ástæðu til að svo sé.

Einnig mætti íhuga að setja inn endurskoðunarákvæði til að skoða hvort að leynd sé enn þá þörf. Til dæmis með að setja að ríkisleyndarmál megi bara vera undir leynd í hámark 3-5 ár í senn áður en að það þarf að endurstaðfesta þá leynd. En þó í heild ekki nema til 50 ára.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.