Um kosningar til Alþingis
Einar Þorbergsson
- Heimilisfang: Melabraut 25 Seltjarnarnes
- Skráð: 23.06.2011 10:35
Heil og sæl!
Miðað við núverandi fyrirkomulag kosninga er lýðræðisréttur þeirra, sem ákveða að skila auðu atkvæði eða að sitja heima, fyrir borð borinn.
Það er nausynlegt að þeir sem vilja ekki styðja ákveðinn stjórnmálaflokk hafi þann möguleika að sitja heima eða skila auðum atkvæðaseðli og með því skila (ef fjöldinn er nægur) auðu þingsæti.
Þetta ætti að veita þingheimi aðhald og hvetja þá til að vinna betur að þjóðarhag, sem og að hvetja fólk til að taka lýðræðislegan þátt í kosningum. Heimaseta og autt atkvæði yrðu því friðsamleg mótmæli þeirra einstaklinga sem ekki vilja styðja stjórnmálaflokka.
Ef svona fyrirkomulag hefði verið við síðustu kosningar hefðu u.þ.b. 11 þingsæti verið án sitjanda á yfirstandandi þingi. (Hugsið ykkur tímasparnaðinn!!!)
Með bestu kveðjum,
Einar Þorbergsson
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.