Nánari skýringar á skerðingu atvinnufrelsis
Davíð Steinn Geirsson
- Heimilisfang: Fellsmúli 4
- Skráð: 22.06.2011 16:34
Í 22. grein mannréttindakaflans segir:
„Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast.“
Þætti mér gaman að heyra ástæðu þess að undanþágan er sett þarna inn. Ég ímynda mér að ástæðurnar gætu verið t.d. umhverfis- og dýravernd, og takmarkanir á nýtingu sameiginlegra auðlinda, og er mjög sammála þeim sjónarmiðum.
Ég vildi hins vegar sjá nánari útlistun í greininni á þeim kringumstæðum þar sem til greina kemur að skerða atvinnufrelsi einstaklinga, til að koma í veg fyrir misnotkun stjórnvalda framtíðarinnar á greininni. Við þekkjum vel af sögunni að hugtakið „almannahagsmunir“ er hægt að túlka mjög vítt. Vildi ég sjá því útrýmt úr stjórnarskránni, eftir því sem við verður komið.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.