Nánari skýringar á verndun trúfélaga
Davíð Steinn Geirsson
- Heimilisfang: Fellsmúli 4
- Skráð: 22.06.2011 16:22
Í 10. grein mannréttindakaflans er að finna eftirfarandi klausu:
„Stjórnvöldum ber að vernda öll skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.“
Hér þykir mér vanta nánari skýringar á í hverju sú vernd felst, umfram þá vernd sem önnur félagasamtök í landinu fá skv. öðrum greinum (eins og t.d. 12. grein). Sem stendur er ákvæðið mjög opið og því í raun þýðingarlaust.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.