Bann við leynilegum samningum
Tryggvi Hjörvar
- Heimilisfang: Austurbrún 35
- Skráð: 21.06.2011 16:49
„Ríki, sveitarfélögum og lögaðilum sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu opinberra aðila sé óheimilt að gera samninga eða undirgangast aðrar skyldur, sem háðir eru leynd eða trúnaði að hluta eða öllu leyti.“
Til að kjósendur geti myndað sér upplýsta afstöðu og neytt lýðræðislegs réttar síns í reynd tel ég nauðsynlegt að kveða fast að orði varðandi samninga sem háðir eru leynd eða trúnaði. Mín skoðun er að opinberir aðilar megi aldrei gera slíka samninga, af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru gerðir í nafni allra Íslendinga, og þeir hafa því rétt á að vita öll smáatriði samninganna.
Í þessu samhengi er mér sérstaklega tvennt í huga; sú leynd sem hvílir yfir skilmálum orkusölusamninga Landsvirkjunar og gerir kjósendum ómögulegt að mynda sér afstöðu um hvort þar er greitt eðlilegt endurgjald fyrir auðlindina, og hins vegar alls kyns mögulegir samningar um upplýsingaöflun eða samstarf við erlendar leyniþjónustur eða greiningardeildir í eftirlitsskyni.
Ég vildi gjarnan sjá skýrari ákvæði í þessa veru í nýrri stjórnarskrá.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.