Athugasemdir við áfangaskjal
Þórlaug Ágústsdóttir
- Heimilisfang: Stórikriki 22 / Danmörk
- Skráð: 21.06.2011 14:41
Heil og sæl.
Ég sendi ykkur eftirfarandi athugasemdir við fyrsta hluta í áfangaskjali Stjórnlagaráðs (gr. 1-30) með von um að þið takið erindið til umræðu.
1. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. - Geri athugasemd við orðalagið því það eru ákveðnir hlutar af „margbreytileika mannlífsins“ sem ég er ekki til í að virða í hvívetna (vændi). Of loðið orðalag.
2. Hvað með persónu? Hvað með að fólki sé mismunað fyrir persónu sína (ekki bara trú og skoðanir heldur allan pakkann)?
7. „Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.“ - Hvað með persónuupplýsingar? Hættulegt orðalag. Hvað er markmið greinarinnar?
8. Innihalda að fjölmiðlar skuli starfa undir (eigin) siðareglum og starfa í almannaþágu (þ.e. að klausan innihaldi að fjölmiðlar eigi að leitast við að vinna faglega og tala máli almannahagsmuna og sannleikans en ekki sérhagsmuna eða eigenda. Fjölmiðlar þurfa að standa siðferðisleg skil á því valdi sem þeir hafa í lýðræðinu. Frjálst flæði réttra upplýsinga er grundvöllur lýðræðisins og stjórnarskráin þarf að taka það fram. Eins vísa ég í nýlega UN ályktun um að aðgangur að interneti séu mannréttindi (nokkuð sem dæmin frá Arab Spring sýna augljóslega).
9. Fræðafrelsi - þarf þessi klausa ekki að innihalda gildi og orðin „þekking“ og „menning“ sbr. td. 1., 2. og 10. gr.?
10. Trú má ekki boða hatur eða takmörkun á mannréttindum annarra. Afar mikilvægt að hér sé tekið á haturstrúboði og ofbeldisboðskap (óháð trúarbrögðum).
11. Valkostur 3 að taka fram að á Íslandi sé aðskilnaður ríkis og kirkju en að landið hafi lútersk kristin gildi+ lýðræðis- og manngildi að leiðarljósi (þetta snýst um siðferði ekki stofnunina).
18. Skil og virði prinsippið, en hvað ef það kemur upp neyðartilfelli, þurfum við þá að breyta stjórnarskrá áður en er hægt að boða menn til varna?
Hvað með að hafa hér einhvern varnagla sem væri t.d. stjórn, þing, Hæstiréttur, forseti?
Bestu kveðjur,
Þórlaug
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.