Stjórnsýsla/sýslumenn

Asgeir Sigurvaldason
  • Heimilisfang: Laugavegur 52
  • Skráð: 21.06.2011 11:52

Stjórnsýsla/sýslumenn

 

Ef ég skil stjórnsýsluna rétt þá eru sýslumenn „verktakar“ hjá ríkinu. Þiggja hlutdeild í því sem innheimt er, gefa út vegabréf og annað – það er hagur sýslumanna að innheimta grimmt.

Mér finnst afstaða þessara embætta einkennast af lélegri þjónustu og pólitískri skoðun á því hvað einkaaðilar eigi að gera og hvað er upplýsingaskylda. Ég er í ferli núna með að stofna félag hjá sýslumanni. Pólitísk skoðun (attitude) kemur í ljós í því að þegar þú ert afgreiddur þá er þér bent á að nota fagaðila (lögfr./endursk.) til að stofna félög. Afsökunin er sú að sýsl. vill ekki „skrifa samninga“ fyrir fólk. En mér finnst embættið draga taum einkareksturs.

 

Mér er spurn, er það ekki arfur frá konungsveldinu að sýslumenn séu í verktöku hjá ríkisvaldinu?

Þarf ekki að tryggja í stjórnarskrá að sýslumenn séu í þjónustu við fólkið frekar en draga taum konungs og einkareksturs?

Þarf ekki að tryggja að eðli embætta sé „af fólkinu og fyrir fólkið“? Rekið af því sjálfu? Frekar en umboðsmanni konungs?

 

Mér finnst að stjórnarskrá eigi að taka á því hvernig valdinu er komið fyrir – þá í samræmi við þrískiptingu og lýðræði. Taka af vafa um að „kóngurinn er dauður“ og fólkið tekið við.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.