Jafnt aðgengi að upplýsingum fyrir alla
Kristinn Halldór Einarsson
- Heimilisfang: Klapparbergi 31
- Hagsmunaaðilar: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
- Skráð: 20.06.2011 17:54
Mig langar til að vekja athygli ráðsfulltrúa á aðgengishugtakinu og mikilvægi þess að jafnt aðgengi að upplýsingum fyrir alla verði tryggt.
Hvernig upplýsingar eru framsettar, eða á hvað formi þær eru, getur ráðið úrslitum um hvort þeir sem þurfa hjálparbúnað til lestrar vegna fötlunar eða annarrar hömlunar, svo sem skjálestrarbúnað, geti kynnt sér upplýsingarnar og þar með tekið upplýsta og sjálfstæða ákvörðun.
Jafnt aðgengi að upplýsingum fyrir alla er nokkuð sem hefur stóran samfélagslegan snertiflöt og í nútímasamfélagi er auðveldara að gera jafnt upplýsingaaðgengi fyrir alla að veruleika en nokkurn tíma hefur verið. Það þarf að skilgreina jafnt upplýsingaaðgengi fyrir alla sem mannréttindi.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.