Fjöldi þingmanna og vinnulag
Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
- Heimilisfang: Funalind 7 201 Kópavogi
- Skráð: 17.06.2011 09:39
Er ekki hugsanlegt að notast megi við 33 þingmenn í stað 63 og lengja vinnutímann, þ.e. að þingið starfi minnst 10 mánuði á árinu? Ef ráðherrar sitja ekki á þingi þarf ekki að taka tillit til þeirra vinnuálags og setja Alþingi vinnureglur sem snúast í kringum þeirra þarfir.
Heimsóknir þingmanna í kjördæmi sín gætu verið skipulagðar fyrirfram yfir árið og þar með á vitorði fyrir almenning.
Ég er þakklátur fyrir að geta tekið þátt í starfi ykkar og óska ykkur farsældar og árangurs.
Kveðja, Þorsteinn.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.