Nokkur orð um „kjörseðla“

Gísli Baldvinsson
  • Heimilisfang: Álfatúni 31 200 Kóp.
  • Skráð: 16.06.2011 22:43

Það virðist að ráðsmenn séu nokkuð fastir í 19. aldar kosningahætti. Hér er dæmi:

Kjörseðlar
Kjörseðla skal fullgera þannig: Prenta skal framboðslistana hver við annars hlið, í röð eftir bókstöfum þeirra. Fyrir framan bókstaf hvers lista skal vera ferningur. Niður undan bókstafnum skulu vera nöfn þeirra frambjóðenda listans sem í framboði eru í kjördæminu í slembinni stafrófsröð, eða þeirri röð sem framboðið óskar, ásamt stöðu eða starfsheiti og heimili ef nauðsyn þykir til auðkenningar. Fyrir framan nafn hvers frambjóðanda skal vera ferningur.
Þar fyrir neðan skal tilgreina landslista hvers framboðs með sama hætti. Hjá nafni hvers þingmanns skal tilgreina það kjördæmi sem hann býður sig fram í.

Athöfn kjósanda
Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan nöfn þeirra frambjóðenda sem hann vill greiða atkvæði sitt hvar á lista sem þeir eru. Kjósandi getur einnig greitt landslista, eða kjördæmislista atkvæði sitt og telst hann þá vera að kjósa alla frambjóðendur á viðkomandi lista-
-*-

Erindið er sem sagt að benda ráðsmönnum á að í framtíðinni [reyndar í nútíð] er hægt að kjósa rafrænt með öruggum hætti. Er hér í vinsemd bent á þessa tækninýjung sem óskast rædd.

gb

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.