Einfaldlega hrós

Guðrún Ægisdóttir
  • Heimilisfang: Drápuhlíð 8
  • Skráð: 15.06.2011 12:48

Ég var að hlusta á ræðu Þorvaldar Gylfasonar síðan á föstudag, og hef þetta að segja, og gildir það um vinnu ráðsins alls:

Enn og aftur segi ég; við fyllumst von við að hlusta á þetta. Tillögurnar eru róttækar, en það þarf nú einmitt að ná til rótarinnar og rykkja henni upp. Og að við skulum fá þetta tækifæri til að horfa á og skoða grannt það sem illa fór og hefur farið hér, gegnum tíðina – og breyta því, er ómetanlegt. Gott og greint og umfram allt heiðarlegt fólk í samvinnu getur – og er að lyfta Grettistaki.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.