Ákæruvald sjálfstæði „rannsóknardómarar“
Asgeir Sigurvaldason
- Heimilisfang: Laugavegur 52
- Skráð: 14.06.2011 21:45
Hvernig á stjórnarskráin að tryggja að „við fólkið“ getum rannsakað og ákært „spillingu“ svosem eins og einkavinavæðingu? Nefni Kögun og einkavæðingu ýmissa opinberra (útgerðar) fyrirtækja, sparisjóða, samvinnufélaga (eins og með því að lána „erfingjum“ stjórnarmanna til að stofna fyrirtæki).
Þá vil ég aðhald þannig að almenningur geti ákært þegar yfirvaldið fer gegn almannahag. Þá er úrelt að skattmann njóti öfugrar sönnunarbyrði – mér finnst það arfur frá konungdæminu.
Einnig vil ég sjá að auðkýfingar geti ekki þaggað niður málfrelsið – hægt er að tryggja það með því að skattpeningar borgi málsvarnir svipað og í prófmálum. Það þarf að verja þá sem „tala og tjá sig“.
Hvar eru varnir fyrir uppljóstrara?
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.