Þjóðkirkja

Jónas Þórir Þórisson
  • Heimilisfang: Tröllateigur 24
  • Skráð: 14.06.2011 14:23

Komið þið sæl og blessuð.


Mínar hugsanir snúast um siðfræði og uppeldi í þessu landi okkar. Við erum og tilheyrum hinum kristna heimi og náin tengsl við Norðurlöndin en þar er hin evangelíska kirkja þjóðkirkja. Kristni hefur fylgt okkur í yfir þúsund ár og þær innprentaðar í þjóðarsálina.

Ég bið um að þessari umræðu verði sýnd sú virðing að þó að ákv. hópur láti mikið í sér heyra og vilji ekki minnast á orðið þjóðkirkja eða kristni þá er mikill meirihluti sem vill kirkjuna sína og játar kristna trú.

Að lokum vil ég biðja ykkur háttvirtu stjórnlagaráðssmenn að kynna ykkur vel starf kirkjunnar ykkar því að þar fer fram að ég hygg miklu meira starf en ykkur grunar.

Ég bið því að þetta mál verði skoðað með hagsmuni þjóðarinnar og barnanna okkar  að leiðarljósi. Við erum með innprentuð kristin gildi og þau bjóða upp á tillitssemi, virðingu fyrir lífi annarra , samúð og kærleika.


Virðingarfyllst.
Skrifað í Winnipeg 13. júní 2011
Jónas Þórir

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.