Verum sjálfum okkur samkvæm

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 13.06.2011 00:47

Kæru ráðsmenn og -konur.

Ég legg til að við verðum sjálfum okkur samkvæm.

Þjóðsöngur okkar hefst með þessum orðum: Ó Guð vors lands og land vors Guðs.

Við skulum vera sjálfum okkur samkvæm og setja í stjórnarskrána: Ríkisvaldið skal styðja: „Kristna kirkju sem boðar fagnaðarerindi Jesú Krists".

Með því er ekki gert upp á milli safnaða sem falla undir þessa skilgreiningu.

Í Bandaríkjunum hefur öldungadeildin haldið í heiðri sögulegum aðskilnaði ríkis og kirkju, en ekki aðskilnaði Guðs og ríkisins.

Í meira en tvö hundruð ár hafa allir fundir öldungadeildarinnar hafist með bæn, sem til þess valinn andlegur leiðbeinandi og ráðgjafi hefur flutt. Þar er sterklega staðfest trú á einn Guð skapara himins og jarðar.

Einnig sér þessi guðsmaður um ráðgjöf og andlega umönnun fyrir fulltrúana, fjölskyldur þeirra og starfsfólk ásamt sókn, samtals um 6000 manns.

Ég gæti trúað að störf þingmanna okkar og ákvarðanir þeirra væru betur ígrundaðar ef fundir Alþingis hæfust með smá hugleiðingu um hvað er rétt og rangt, heiðarlegt og gott afspurnar, ásamt bæn um visku og speki.

Mig langar til að heyra viðbrögð við þessu erindi, og þá sérstaklega frá þeim sem eru andvígir þessu, aðallega vegna þess að bakgrunnur minn og lífsstefna á bágt með að finna góð mótrök.

Bestu kveðjur.

Nils Gíslason

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.