Framsal á ábyrgð
Nils Gíslason
- Heimilisfang: Skógarbraut 1107
- Skráð: 11.06.2011 15:00
Í umræðunni hér í Stjórnlagaráði var rætt um fjárlög og fjáraukalög og var verið að útbúa kerfi sem gætir vel meðferð fjármuna þjóðarinnar.
Ein stofnun virðist samt undanskilin. Sú stofnun heyrir undir forsætisráðherra og hefur velta hennar slegið öll met. Ég er með tölur yfir 8 ára tímabil frá 1993 til 2001 og þá fer velta á gjaldeyrismarkaði úr 11.148 (m.kr) í 666.692 (m.kr) eða næstum því sextugföld aukning!
Nú eru erlendar ríkjasamsteypur að innheimta ábyrgðir vegna bankareksturs erlendis! Hvaða íslenskt stjórnvald SAMÞYKKTI þann rekstur og ábyrgð á innistæðum?? Hvar eru íslensk lög sem heimiluðu það? Og hver gaf Seðlabankanum leyfi til að sýsla með gjaldeyri í þeim mæli sem hér að ofan er getið?
Þetta er alveg ótrúlegt. Hvar eru lög sem leyfa óendanlega umsýslan af hálfu Seðlabankans? Hefur Stjórnlagaráð kjark til að nefna orðið Seðlabanki eða bankaveldi?
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.