Dánarbú

Guðrún Jóhannsdóttir
  • Heimilisfang: Túngötu 20
  • Skráð: 10.06.2011 21:04

Ég veit að dánarbú og skipti þeirra eru ekki í stjórnarskrá en af fenginni reynslu finnst mér alveg út í hött að þegar annað hjóna deyr myndist strax arfur til afkomenda og að eftirlifandi makinn þurfi að afhenda skiptaráðanda lista yfir eigur búsins - þ.e.a.s. eigin heimili og ekki einu sinni hægt að jarða þann látna fyrr en fyrir liggur hverjir hafa hagnast á andlátinu - þ.e. afkomendurnir. Hjón hafa yfirleitt unnið sjálf og í sameiningu fyrir því sem þau eignast um ævina og afkomendurnir hafa sjaldnast lagt neitt til búsins nema þá helst kostnað og „eiga“ þar af leiðandi ekkert í heimili foreldra og/eða stjúpforeldra. Hvers vegna má ekkja/ekkill ekki bara vera eini erfinginn og eignum síðan skipt þegar ekkjan/ekkillinn andast? Hvað vakir fyrir löggjafanum með því að telja brýnt að það hjóna sem lengur lifir hafi ekki lengur fullt eignarhald yfir eigin heimili, eigin bíl, eigin sumarbústað og svo má lengir telja?

 Ég get engan veginn skilið hvaða hugsun er á bak við það að þegar einhver missir maka skuli hinni sömu/hinum sama gert ljóst að hún/hann eigi ekki lengur eigin eigur? Sé orðinn baggi á erfingjunum, þ.e.a.s. þeim sem við andlátið öðluðust eignarhald á stórum hluta þess sem áður var sameiginleg eign ekkjunnar/ekkilsins og makans - og eigi að gæta þess að eyða sem allra minnstu, helst bara fyrir brýnustu nauðþurftum, eins og makamissirinn einn og sér sé ekki nógu sár. Hvers vegna þarf endilega að höggva svona í þann sem þegar liggur særður?

Hvernig ætla menn að fara að þegar það fólk deyr sem hefur búið (ógift) með mörgum aðilum og eignast börn til hægri og vinstri eins og nú er alvanalegt ? Þá held ég verði heldur betur fjör hjá embættum skiptaráðenda!

Rétt að láta fylgja að ég er afskaplega ánægð með störf Stjórnlagaráðs ;-)

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.