Þjóðaratkvæðagreiðsla - auglýsingar
Eva G. Þorvaldsdóttir
- Skráð: 10.06.2011 09:42
Kæra Stjórnlagaráð.
Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir merkilega opin samskipti og vandaða umræðu. Nokkur skrif hafa verið um þjóðaratkvæðagreiðslu og vil ég í því sambandi vekja athygli á mátt auglýsinga. Hætta er á að ákveðnir þjóðfélagshópar sjái sér hag í að biðja um þjóðaratkvæði og síðan skipuleggja svokallaða auglýsingaherferð sem ef til vill er ekki til heilla fyrir almenning. Ég legg til að stjórnlagaráðsmenn íhugi vel kröfur til þjóðaratkvæðagreiðslu til að mynda að hefta auglýsingar en hvetja fremur til opinberrar umræðu og rökræðu um þjóðaratkvæðismálið. Afar mikilvægt er að þjóðaratkvæðismálið sé vel skilgreint, hvaða áhrif það hafi á núverandi lög og hvers vegna það sé til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi.
Reykjavík, 8. júní 2011
Eva G. Þorvaldsdóttir
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.