Ríkisborgarar í stað þjóðar

Haukur Már Helgason
  • Heimilisfang: Sæviðarsund 15, 104 Reykjavík
  • Skráð: 10.06.2011 09:20

Ágæta Stjórnlagaráð,

ég vil leggja til eitt atriði við samningu stjórnarskrár: að í stað orðsins þjóð komi í öllum tilfellum „íslenskir ríkisborgarar" eða „íbúar á Íslandi" þar sem það á við. Þannig verði skerpt á því að um lagaleg réttindi sé að ræða, án þeirra óljósu skírskotana og huglægu yfirtóna sem fylgja orðinu þjóð. Í stað „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar" kæmi þá „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði íslenskra ríkisborgara". Ríkisborgararéttur skarast enn sem komið er að miklu leyti við þjóðerni, en það er sögulegum tilviljunum háð, ekki sjálfgefið að það verði alltaf tilfellið. Það er mikilvægt að réttindi fólks og staða innan samfélags sé tryggð skýlaust í stjórnarskrá óháð því hvaða þjóðerni það leggur til grundvallar sjálfsmynd sinni.

Að sama skapi gildir um greinina sem nú er svohljóðandi: „Náttúruauðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar" - að hún yrði ekki þjóðbundin: „Náttúruauðlindir Íslands eru óframseljanleg eign íslenskra ríkisborgara sameiginlega."

Með góðri kveðju,

Haukur Már Helgason.

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.