Skökk og villandi umræða um Þjóðkirkjuna á 11. ráðsfundi

Reynir Örn Reynisson
  • Skráð: 07.06.2011 10:27

Ágætu ráðsfulltrúar!

Til að byrja með vil ég fara þess vinsamlega á leit að þið hættið að tala um „kirkjuna“ og ávarpið frekar umrætt forréttinda-trúfélag með nafni, þ.e. „Þjóðkirkjan“. Aðrar lútersk-evangelískar kirkjur (fríkirkjurnar svokölluðu) innihalda nú um 5,5% þjóðarinnar og mér finnst ekki mannsæmandi að tala eins og þær séu ekki til. Ef við viljum hins vegar ræða um allar kristnar kirkjur sem eru ekki Þjóðkirkjan, þá innihalda þær um 10,8% þjóðarinnar.

Sumir innan ráðsins hafa enn fremur stillt umræðunni upp eins og þetta heila ríkiskirkjumál sé „heittrúaðir kristnir vs. trúlausir“, að allir heittrúaðir kristnir menn séu ríkiskirkjusinnar, trúleysingjar séu aðskilnaðarsinnar, restinni af kristnum Íslendingum sé skítsama og að málið snúist allt um að finna einhverja miðju milli þessara tveggja „öfgahópa“. Þetta er augljóslega rangt! Í þjóðarpúlsi Gallup 2009 sýndi niðurbrot gagna að 70% af meðlimum Þjóðkirkjunnar voru fylgjandi aðskilnaði frá ríkisvaldinu. Enn augljósara er að lesa eftirfarandi greinar þar sem kristnir prestar kvarta yfir þeirri grófu mismunun sem þeir finna fyrir:

„Siðlaus samningur ríkis og kirkju“, eftir Hjört Magna Jóhannsson. Greinin birtist í Fréttablaðinu árið 2010.
http://www.visir.is/sidlaus-samningur-rikis-og-kirkju/article/2010203821796

„Hugleiðingar um sóknargjöld“, eftir Einar Eyjólfsson. Greinin birtist í Morgunblaðinu árið 2002.
http://frikirkja.is/pages/480-hugleiding-um-soknargjold

Hér má bæta við merkilegri spurningu: Af hverju eru ríkisprestar með hærri laun en læknar? Og ekki bara hærri... næstum tvöfalt hærri! Finnst einhverjum þetta vera eðlilegt ástand? Einhverjum öðrum en ríkisprestunum, það er að segja.

Að lokum, hér eru nokkrir áhugaverðir hlekkir handa ykkur:

Skoðanakannanir sýna að það er a.m.k. 18 ára gamall meirihluti sem vill aðskilnað Þjóðkirkjunnar frá ríkisvaldinu. Í niðurbroti gagna sést einnig að mjög fáir sitja hjá í þessari spurningu miðað við þá sem taka afstöðu. Augljóslega stendur meirihluta þjóðarinnar ekki á sama.
http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/2010/10/06/Malefni-kirkjunnar/

Sömu kannanir má einnig sjá í nýlegri RÚV frétt.
http://www.youtube.com/watch?v=t7u88MctF2A

Kort af þeim fáu ríkiskirkjum sem eftir eru í heiminum.
http://en.wikipedia.org/wiki/State_religion

Dæmi um hvað stjórnarskrár annarra landa hafa um málið að segja.
http://en.wikipedia.org/wiki/State_religion

Ég óska ykkur góðs gengis í ykkar mikilvæga starfi, kæru ráðsfulltrúar! Ég vona að þið veljið hinn réttláta möguleika, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum óháð félagsaðild. Það er beinlínis rangt að það sé verið að „ýta kristnum mönnum út í horn“ með því að afnema 62. grein (eins og einhver í ráðinu sagði), heldur er hið raunverulega markmið að meðlimir Þjóðkirkjunnar sitji við sama borð og fólk í öðrum félögum.

Virðingarfyllst,
Reynir Örn Reynisson

 

Heimildir:

Fjöldi í trúfélögum:
http://www.hagstofa.is/?PageID=632&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN10001%26ti=Mannfj%F6ldi+eftir+tr%FAf%E9l%F6gum+1998%2D2011+
++++++%26path=../Database/mannfjoldi/Trufelog/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi

Niðurbrot gagna í þjóðarpúlsi Gallup 2009:
http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/2009/12/04/Adskilnadur-rikis-og-kirkju/

Laun lækna og ríkispresta:
Tekjublað Frjálsrar verslunar (ekki má gleyma stórum bónusgreiðslum fyrir hvert unnið verk t.d. skírnir og giftingar)
Einnig má sjá upplýsingar um laun lækna hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/09/21/fordaemislaus_laeknaskortur/

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.