Það er aðskilnaður milli ríkis og kirkju

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 30.05.2011 00:41

Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstæð að öllu leyti. Hún stýrir öllum sínum innri málum. Ríkið sér um að innheimta sóknargjöld fyrir kirkjuna til að spara henni fyrirhöfn og kostnað við innheimtu. Það má segja að það sé smá stuðningur við kirkjuna.

Hins vegar var gerður fjárhagslegur samningur milli ríkisins og kirkjunnar um afgjald fyrir kirkjujarðir sem ríkið „yfirtók“ eða fékk til yfirráða. Sá samningur var um að ríkið greiddi prestum laun sem afgjald fyrir þessar jarðir. Eitthvert orðalag um aðskilnað ríkis og kirkju, sem enginn hér í umræðu um þessi mál hefur útskýrt hvað þýðir, breytir engu um téðan samning um laun presta.

Ef þið viljið líta kalt á þetta mál þá lítið í kringum ykkur. Hvernig vegnar þjóðum þar sem yfirlýst tengsl við kristna trú er í stjórnarskrá og hvernig vegnar öðrum þjóðum sem ekki hafa þessi tengsl? Við skulum bara mæla þetta og meta svo útkomuna.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.