Réttindi og skyldur
Kristján Sverrisson
- Heimilisfang: Ítalía
- Skráð: 27.05.2011 13:25
Sælt veri fólkið. Hef verið að glugga í efnið á þessum síðum og sérstaklega það sem lýtur að mannréttindum og skyldum þjóðfélagsþegnanna. Ég vildi gjarnan sjá að ný stjórnarskrá kvæði ekki aðeins skýrt á um almenn réttindi borgaranna heldur og nokkuð ítarlega um þegnskyldu (umfram almennan texta um að öllum beri að lúta íslenskum lögum).
Öllum réttindum fylgir ábyrgð og allir þeir sem landið vilja byggja og taka þátt í íslensku samfélagi verða að taka á sig ýmsar skyldur til stuðnings samfélaginu og samborgurum.
Eflaust hefur þetta borið á góma hjá ráðsfulltrúum en ekki fann ég mikið um skyldur borgaranna eða skilgreiningu á „þegnskyldu“ annað en grein Sigurðar Líndal frá ´94 eða ´95 og ekki heldur í stjórnarskrám nágrannalandanna. Ég get alveg lýst mig sammála ýmsu sem í þeirri grein er að finna en vona að Stjórnlagaráð leggi nokkra vinnu í að tilgreina skyldur okkar í nútíð og framtíð.
Með kveðju og ósk um gott gengi við mikilvægt verkefni.
Kristján Sverrisson
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.