Hvers vegna treystir Stjórnlagaráð þjóðinni ekki til að kjósa framkvæmdarvald?
Bergur Hauksson
- Heimilisfang: Logafold 86, Reykjavík
- Skráð: 27.05.2011 11:29
Við stofnun lýðveldisins Íslands ákvað löggjafinn/stjórnarskrárgjafinn að hann treysti þjóðinni ekki til að kjósa framkvæmdarvald. Löggjafinn taldi að það vald væri betur komið hjá honum sjálfum. Stjórnlagaráð virðist vera á sömu skoðun, að ekki beri að færa þetta vald til þjóðarinnar. Stjórnlagaráð segist þó vilja breyta þessu frá núverandi formi á þann veg að Alþingi kjósi forsætisráðherra. Það breytist ekkert við það. Meirihluti Alþingis ákveður hver verður forsætisráðherra. Þessi breyting væri í mesta lagi „kattarþvottur“ þar sem þeir kraftar sem talið er að eigi að virka með þrískiptingu ríkisvaldsins koma ekki til með að virka frekar en þeir hafa gert fram að þessu.
Mikið er rætt um að færa valdið til þjóðarinnar með alls kyns þjóðaratkvæðagreiðslum. Hvers vegna treystir Stjórnlagaráð þjóðinni ekki til að kjósa framkvæmdarvaldið?
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.