Tvíræðni
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson
- Heimilisfang: Laugavegur 59
- Skráð: 23.05.2011 17:43
Góðan dag.
Í nýjustu drögum kemur þessi setning fram;
„Í lögum skal kveðið á um skyldu ráðherra til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína.“
Heppilegra orðalag væri;
„Ráðherrum er skylt að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína og skal nánar kveðið á um það í lögum.“
Þar sem núverandi setning kveður ekki á um það hvort ráðherra eigi að veita upplýsingar eða ekki, bara það að það eigi að fjalla um þetta umræðuefni í lögunum.
Bestu kveðjur,
Gunnar.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.