Um hæfi dómara
Magdalena Sigurðardóttir
- Heimilisfang: Seljalandsvegur 38
- Skráð: 23.05.2011 17:27
Óska eftir að Stjórnlagaráð taki til umræðu og geri að tillögu sinni nýtt ákvæði varðandi hæfi dómara til starfa við Hæstarétt/héraðsdóm.
Ég tel að umsækjendur um starf dómara við Hæstarétt/héraðsdóm verði vanhæfir til dómarastarfa séu þeir í leyndarfélögum s.s. frímúrara og Oddfellowa og hugsanlega annar sá félagsskapur sem leynd og launhelgar hvíla á.
Í öðru lagi, ef þessi tilhögun verður ekki tekin inn í tillögur Stjórnlagaráðs.
Það verði það réttur ákærða þegar hann kemur fyrir dóm að hann geti óskað eftir upplýsingum um hvort viðkomandi dómarar séu í áðurnefndum félögum og sé það svo, geti ákærði gert þá kröfu að viðkomandi dómari víki sæti að ósk ákærða. Viðkomandi dómari teljist þá vera vanhæfur og víki sæti í því máli.
Í réttarríki er nauðsynlegt að dómstólar njóti trausts og séu hafnir yfir allan vafa.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.