Fjöldi þingmanna - skipting löggjafarvalds og framkvæmdarvalds
Hinrik Ólafsson
- Heimilisfang: Brekkuhvarfi 2
- Skráð: 22.05.2011 22:22
Fjöldi þingmanna á Alþingi hefur verið mér lengi hugleikið efni!
Mér segir svo hugur að við höfum flesta þingmenn á hverja þúsund íbúa hér á landi í samanburði við önnur lönd. Fækka ætti þingmönnum í 33 og þeir eingöngu að hafa þrjú kjörtímabil til setu á þingi. Hver þingmaður fengi meira vægi í allri umræðu og almenningur hefði betri yfirsýn um þeirra málaflokk.
Í framhaldi af því ætti að aðskilja framkvæmdar- og löggjafarvald – forsætisráðherra kosinn af almenningi – ekki láta þingmenn kjósa ráðherra – það kallar á óbreytt ástand ef þingmenn hafa það vald – með litlum valdaklíkum!
Á Alþingi þarf að veljast breiður hópur fólks – atorkusamt og réttsýnt. Íslenskt samfélag er lítið samfélag en að sama skapi að takast á við flóknar spurningar líkt og stærri lönd! Hér eiga boðleiðirnar að vera styttri til almennings frá þinginu en í stærri löndum! Svo virðist ekki vera í dag. Þingmenn í dag geta „falið“ sig á bakvið hina ýmsu málaflokka og lítt verið samkvæmir sjálfum sér. 33 þingmenn kallar á meiri skilvirkni þeirra og aukið vægi þeirra og þeir að sama skapi fá meira aðhald.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.