Kosningar til Alþingis

Pétur Jósefsson
  • Heimilisfang: Þorláksgeisli 6, íb. 301
  • Skráð: 19.05.2011 10:39

Nokkrum sinnum frá stofnun lýðveldisins hefur kosningalögum verið breytt. Mikil og hörð átök urðu árið 1959 og börðust framsóknarmenn hart gegn þeirri lagabreytingu sem þá tók gildi. Síðan hafa orðið minni háttar breytingar og síðast árið 1999 var kjördæmaskipan breytt - til hins verra. Kjördæmaskipan eins og hún var fyrir 1999 var fyllilega ásættanleg - það eina sem í raun þurfti að gera var að færa til þingsæti milli kjördæma eftir breytingu á búsetu. Við förum ekki framhjá því að til þess að jafna vægi atkvæða í landinu fjölgar þingmönnum í þéttbýlinu af eðlilegum ástæðum. Ég legg til að kjördæmaskipunin verði færð til þess sem hún var fyrir 1999 en breyta má fjölda þingmanna í hverju kjördæmi eftir búsetu eða nota jöfnunarsæti með einhverjum hætti. - Hvers vegna breyta þessu? Kjördæmin eins og þau eru nú eru of stór til þess að þingmenn eigi þess kost að hafa þá yfirsýn sem þeir þurfa. Kjördæmi sem nær frá Hornafirði í austri að Tröllaskaga í norðvestri er allt of stórt. Sömuleiðis sé ég ekkert vit í kjördæmi sem nær frá Tröllaskaga um Vestfirði suður í Hvalfjörð. Þá hef ég engan skilning á skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, - Reykjavík norður og Reykjavík suður. Reykjavík skal vera eitt kjördæmi. Kraginn verði Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt Mosfellsbæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði og bæjarfélögunum sunnan Hafnarfjarðar. Suðurkjördæmi verði frá Hornafirði að Gullbringusýslu.

Eiga þingmenn að vera 63? - Eftir tillögu minni sem birtist hér undir fyrirsögninni Framkvæmdarvaldið skulu ráðherrar vera utan Alþingis. Má þá ekki fækka þingmönnum um þann fjölda ráðherra t.d. 6-8 sem oddviti framkvæmdarvaldsins velur?

Ég vona að þessar hugmyndir geti orðið að einhverju gagni í störfum Stjórnlagaráðs.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.