Vernda kristna arfleifð
Einar Gíslason
- Heimilisfang: Garðabær
- Skráð: 18.05.2011 21:06
Við viljum að það komi fram að réttur fólks sé tryggður í stjórnarskránni til að mega stunda trú sína opinberlega og einslega í samræmi við 18. grein Mannréttindasáttmálans. Við óskum einnig eftir að trúmálagreinar verði óhreyfðar í stjórnarskránni og að við stöndum vörð um kristna arfleifð, menningu og sögu Íslands.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.