Myndun ríkisstjórnar
Nils Gíslason
- Heimilisfang: Skógarbraut 1107
- Skráð: 18.05.2011 20:54
Kæru ráðsmenn og konur. Þið eruð frábær.
Sá rammi sem búið er að mynda um mannréttindi boðar gott.
Nú er kærkomið tækifæri til að taka hann í notkun. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann virkar.
Þegar búið er að kjósa 63 alþingismenn og þeir eru komnir á þing og kjör þeirra hefur verið samþykkt þá förum við að vinna samkvæmt jafnréttislögunum.
Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem - stjórnmálatengsla.
Það fyrsta sem Alþingi gerir er að velja ráðherra í ríkisstjórn. Fyrst er kosið um forsætisráðherra. Hann þarf að fá 2/3 atkvæða. Ef þingmönnum tekst ekki að velja ráðherra með auknum meirihluta þá velur forseti annan af tveimur sem síðast var kosið um.
Með sama hætti eru aðrir ráðherrar valdir.
Einnig má velja aðila sem gefur kost á sér þótt hann sé ekki þingmaður, með 2/3 atkvæða.
Þegar kjörnir alþingismenn eru komnir á þing, þá eru þeir fulltrúar þjóðarinnar! En ekki flokka, þrýstihópa eða landshluta.
Þegar kosið er um frumvörp á Alþingi, skulu alþingismenn gera grein fyrir atkvæði sínu í stutri greinargerð á vefsvæði Alþingis þannig að kjósendur viti val hans í öllum málum.
Mottó! Upp úr farinu.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.