Málefni andlega sjúkra
Edda Geirsdóttir
- Heimilisfang: Skaftahlíð 27 kj.
- Hagsmunaaðilar: -
- Skráð: 18.05.2011 20:14
Heiðraða stjórnlagaráð.
Málefni fatlaðra innan stjórnarskrár:
„Ef þú verður ekki undirlægja þinna systra, þá skal ég sjá til þess að koma þér á geðveikrahæli.“
Ættingjar, skyldmenni eða maki geta krafist þess að einstaklingur sé frelsissviptur og óskað sjúkrahúss-innlagnar, lyfjagjafar og að hinir þeir sömu séu vel upplýstir og með í ráðum. Þannig er unnt að reka svikamyllu með lagavaldi.
Þrátt fyrir andmæli, um nauðsyn eða þörf slíks ofbeldis og félagslegs misréttis, að mati sérmenntaðra og langskólagenginna geðlækna. Þetta er séríslenskt fyrirbæri.
Gerendur geta af sjúkum ofbeldishvötum lagt inn „vitlausan aðila“ eins konar staðgengil! Það þarf ekkert að hlusta á geðlækninn, ef hinum bara finnst svona.
Lögin eru þannig í hvívetna bæði gegn geðveikum almennt og réttindaleysi Íslendinga er, séu ásakanir um geðveiki. Dæmin sanna að kaupa má menn til svika vegna brests í íslenskum lagagerðum.
Virðingarfyllst og þakkir,
Edda Geirs.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.