Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá
Þórður Björn Sigurðsson
- Hagsmunaaðilar: Hreyfingin
- Skráð: 16.05.2011 10:17
Landsfundur Hreyfingarinnar, haldinn á Grand hóteli 14. maí 2011, sendir Stjórnlagaráði baráttukveðjur og óskar ráðsmönnum til hamingju með frábært starf. Landsfundurinn hvetur almenning til að fylgjast með störfum Stjórnlagaráðsins og taka þátt í því starfi og styðja þá hugmynd að drög að nýrri stjórnarskrá fari fyrst í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fær drög að nýrri stjórnarskrá til meðferðar.
Bestu kveðjur,
f.h. Hreyfingarinnar
Þórður Björn Sigurðsson
http://www.hreyfingin.is
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.