Skýrsla og tillögur B-nefndar

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 15.05.2011 21:29

Þakka frábærar tillögur og umræður.

Það eru nokkur atriði sem mig langar að vita meira um.

Þingforseti skal kjörinn af 2/3 alþingis. Frábær tillaga. Það er líka gott að hann sé ekki kjörinn úr hópi alþingismanna. Verða varamenn hans 6 eins og nú? Hvernig verða þeir valdir? Úr hvaða hópi?

„Forseti stýrir störfum Alþingis. Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess.“ Á ekki valdið að vera hjá Alþingi, en hann að bera ábyrgð gagnvart því? Er Alþingi að afsala sér völdum?
Ég veit ekki hvað þessi grein segir. „Að stýra störfum Alþingis“, er það almenn fundarstjórn?

„Að bera ábyrgð á stjórnsýslu þess.“  Í hverju er það fólgið?
Það væri gott fyrir okkur kjósendur að fá að vita um þetta.

„Með forseta starfa varaforsetar og mynda ásamt honum forsætisnefnd.“ Hvert er hlutverk þessarar forsætisnefndar?

„3. gr. Þingnefndir og hlutverk þeirra.“ Hvernig eru þessar þingnefndir skipaðar? Hversu fjölmennar eru þær? Eru sömu þingmenn í mörgum nefndum? Hverjir stýra nefndunum?

Það eru margar spurningar sem vakna hjá venjulegum kjósanda, gaman væri að fá svör við þessu. Með þakklæti.

Nils Gíslason

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.