Kjörnir fulltrúar

Natan Kolbeinsson
  • Heimilisfang: Safamýri 50
  • Skráð: 13.05.2011 12:28

Ég tel að ekki eigi að koma á reglu um hversu mörg kjörtímabil þingmenn, ráðherrar eða forseti megi vera.
Ég tel að svo lengi sem fólk treysti þeim eigi þeir að geta starfað áfram. Ef við förum að setja þetta hámark þá er mikil hætta á að við missum út gott fólk sem enn hefur orku, vilja og traust þjóðar til að vera að vinna að því að gera landið betra. Mér finnst þetta smá svona vantraustsyfirlýsing á þjóðina með því að segja að þau geti ekki sagt hverjum hún treystir. Er það ekki líka brot á jafnrétti að banna þeim að bjóða sig fram? Mér finnst þessi umræða lykta af forræðishyggju.

Natan Kolbeinsson.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.