Höfuðborg
Aðalsteinn Aðalsteinsson
- Heimilisfang: Hornafjörður
- Skráð: 12.05.2011 13:28
Í 13 gr. stjórnarskrárinnar segir:
„Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.“
Nú þegar langstærstur hluti opinberrar þjónustu, þar með talið heilbrigðisþjónustu, hefur verið byggð upp í Reykjavík með öllum þeim störfum og tekjum í borgarsjóð sem því fylgir er að mínu mati eðlilegt að því fylgi jafnframt skyldur t.d. varðandi aðgengi allra landsmanna að þessari þjónustu.
Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Þetta er sett fram í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur samþykkt í aðalskipulagi að Reykjavíkurflugvöllur skuli lagður niður innan 15 ára.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.