Friðar- og afvopnunarmál

Samtök hernaðarandstæðinga
  • Heimilisfang: Njálsgata 87
  • Hagsmunaaðilar: Samtök hernaðarandstæðinga
  • Skráð: 11.05.2011 11:38

Samtök hernaðarandstæðinga lögðu árið 2005 fram rökstuddar tillögur til þáverandi stjórnarskrárnefndar um að hugað yrði að tilteknum málum tengdum friði og afvopnun við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

i) Að tekið yrði fram að Ísland væri herlaust land og að herskyldu megi aldrei í lög leiða.

ii) Að tekið yrði fram að umferð og geymsla kjarnorkuvopna og annarra gjöreyðingarvopna sé óheimil hér á landi og í íslenskri landhelgi.

iii) Að tekið yrði fram að íslensk stjórnvöld færu ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum.

Náist ekki samstaða um þriðja atriðið, er lágmarkskrafa að tiltekið sé í stjórnarskránni – líkt og heita má regla í slíkum plöggum – með hvaða hætti standa beri að stuðningi eða þátttöku í hernaði. En til þessa hefur formlegt samþykki við stríðsþátttöku Íslands (Kosovo, Afganistan, Írak og Líbýa) verið tilviljanakennt eða á huldu. Eðlileg krafa væri að aukinn meirihluta Alþingis þurfi fyrir slíku.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.