Trúfrelsi og jafnrétti kynja
Sigurlaug G. I. Gísladóttir
- Heimilisfang: Brekkuseli 1, 700 Egilsstaðir
- Skráð: 07.05.2011 19:12
Góðan dag, ágætu fulltrúar.
Heyrði í útvarpinu að ábendingar væru velkomnar og þar sem eitt hefur sérstaklega nagað mig í sambandi við stjórnarskrá er trúfrelsi og jafnrétti kynjanna.
Mér er alveg fyrirmunað að sjá hvernig þetta hvorutveggja getur komist fyrir í stjórnarskrá hvort sem það er hjá okkur eða öðrum, því hvort á að vera rétthærra þegar á reynir fyrir dómstólum?
Jafnrétti kynjanna er ekki til í sumum trúarbrögðum og ef við ætlum að virða trúarbrögð allra þá hljótum við að þurfa að láta af jafnrétti milli kynja, í þessu máli verður einfaldlega ekki bæði sleppt og haldið.
Svo mér finnst það vera stóra spurningin hvernig þetta verður meðhöndlað.
Fjölkvæni er leyft í sumum trúarbrögðum, verður það leyft ef algert trúfrelsi ríkir?
Konum leyfist ekki að koma inn í sum bænahús að fullu, sætta menn sig við slíkt "jafnrétti" í skjóli trúarbragða?
Og svo má lengi telja þar sem trúarbrögð stangast á við jafnrétti.
Hvernig getum við virt og sagt með fullu að við virðum öll trúarbrögð án þess að skerða mannréttindi og jafnrétti milli manna og kynja?
Þetta fæ ég ekki til að ganga upp.
Gangi ykkur vel í ykkar starfi.
Kveðja
Sigurlaug G.I. Gísladóttir
Brekkusel 1
700 Egilsstaðir
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.