Aldurstakmark þingmanna
Ólafur Hlynur Steingrímsson
- Heimilisfang: Grundarbraut 28 - 355 Ólafsvík
- Skráð: 05.05.2011 18:23
Legg til að sett sé inn í stjórnarskrá ákvæði sem segir að ekki sé hægt að bjóða sig fram til setu á Alþingi eftir að 67 ára aldri er náð. Má útfæra þannig að ef viðkomandi verður 67 ára á kjörtímabilinu má viðkomandi sitja út kjörtímabilið, þó svo að viðkomandi verði jafnvel orðinn 71 árs þegar því lýkur.
Bendi á að víða í samfélaginu er fólki gert að fara á eftirlaun, þ.e. hætta að vinna á aldrinum 67-70 ára.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.