Fræðsla um grunnstoðir samfélagsins
Sigurður Jónas Eggertsson
- Heimilisfang: Hagamel 32
- Skráð: 05.05.2011 01:26
Í núverandi stjórnarskrá hljómar 76. gr. hennar svona:
76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)
Við aðra málsgrein vildi ég bæta við eitthvað á þessa leið:
Lögin skulu tryggja að allir fái fræðslu um grunnstoðir samfélagsins, réttindi sín og skyldur.
Til að hinn almenni borgari geti veitt valdhöfum nægjanlegt aðhald og staðið vörð um rétt sinn og sinnt sínum skyldum þá þarf að tryggja að hann þekki til þeirra. Þessu er ætlað að tryggja að allir einstaklingar sem eru orðnir lögráða þekki til hvernig stjórnsýslan virkar í stórum dráttum, hvert á að leita með hin ýmsu mál og hvernig fjármálakerfið virkar.
Einnig að ef Alþingi setur lög um eitthvað sem snertir grunnstoðir samfélagsins þá sé það kynnt öllum á viðunandi hátt.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.