Fyrirkomulag atkvæðagreiðslna á Alþingi
Hafsteinn Sigurbjörnsson
- Heimilisfang: hafsteinnsig@internet.is
- Skráð: 01.05.2011 22:46
3. erindi til stjórnlagaráðs.
Í öllum lýðræðisríkjum eru leynilegar kosningar taldar einn af hornsteinum lýðræðisins. Hér á landi er sá furðulegi háttur hafður á að leynilegar kosningar tíðkast ekki hjá æðstu valdastofnun þjóðarinnar, sjálfu Alþingi.
Í þingsal Alþingis er tafla, sem sýnir sætaskipun þingmanna í salnum. Við hvert sæti birtist ljós; grænt, (já) gult (autt) eða rautt (nei), er sýnir hvernig atkvæði hafa fallið í hverjum kosningum. Þannig sjá allir í salnum hvernig hver einstakur þingmaður ver atkvæði sínu.
Að það skuli tíðkast á sjálfu Alþingi að þingmaður geti átt erfitt með að uppfylla ákvæði 48. gr. stjórnarskrárinnar er forkastanlegt, en þar segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína o.s.frv. því opin atkvæðagreiðsla á Alþingi eins og nú tíðkast gengur í bága við hana.
þessum þætti í störfum Alþingis verður að breyta, því hún skerðir sjálfstæði þingmanna, eykur foringja- og flokksræði á þinginu, er ólýðræðisleg og þvingar oft þingmenn að gera annað en samviskan segir, vegna stöðu sinnar innan flokksins.
Að breyta þessu kostar ekkert, aðeins aðra ljósatöflu með engri sætaskipan og tölulegum upplýsingum hvernig atkvæði falla.
Þessi hugmynd er örlítið vægi til að efla sjálfstæði þingsins gegn ofurvaldi framkvæmdarvaldsins.
Hafsteinn Sigurbjörnsson.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.