Hugleiðingar um nýja stjórnarskrá

René Biasone
  • Skráð: 18.04.2011 16:23

Minnispunktar um atriði sem stjórnlagaráðsfulltrúar gætu verið sammála um:

  1. Tungumálið á að vera skýrt, einfalt og fallegt. Ný stjórnarskrá á að vera stjórnarskrá þjóðarinnar.
  2. Skipulag nýrrar stjórnarskrár:
    a)    Ákvæði um „fullveldi þjóðarinnar“ og lýðveldisins Íslands á að vera fyrsta grein stjórnarskrárinnar.
    b)    Mannréttindakafli á að vera fyrsti kafli í stjórnarskrá.
    c)    Réttindi og ábyrgð þegnanna annar kafli í stjórnarskrá.
    d)    Viðskiptakerfi þriðji kafli í stjórnarskrá.
    e)    Stjórnarskipunarlög, hvernig ríkisvaldið vinnur í þágu þjóðarinnar fjórði kafli.
    f)    Að lokum ákvæði um hvernig stjórnarskrá verður breytt (með það að markmiði að verja nýja stjórnarskrá).
    g)    Gott væri að lagafrumvarp fylgi líka „reglugerð stjórnarskrár“ um hvernig samþykkt stjórnarskrá muni breyta stjórnsýslu, hvaða lögum þarf að breyta til að standast nýja stjórnarskrá, hvaða nýju lög þurfi til að fylgja eftir nýjum ákvæðum, hvaða stofnunum þarf að breyta og hvernig, hvaða hugsanlegu nýjar stofnanir þarf að opna.
  3. Forgangsröð ákvæða sem (næstum) allir eru sammála um:
    a)    Ákvæði um þjóðareign auðlindanna (sem jafnar hagnað milli þjóðar og þeirra fyrirtækja sem nýta auðlindirnar).
    b)    Ákvæði um sjálfbæra nýtingu auðlindanna (verndun auðlindanna frá gjörnýtingu og trygging aðgangs komandi kynslóða að þeim).
    c)    Náttúruverndarákvæði.
    d)    Ýmis ákvæði í mannréttindakafla (innleiða ákvæði SÞ varðandi fatlaða og börn).
    e)    Ákvæði sem tryggja sjálfstæði dómstólanna og styrkingu þeirra.
    f)    Ákvæði um vald þjóðarinnar til að kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.
    g)    Endurskoðun forsetaembættisins (í dag nefnt í 27 greinum) og hlutverks hans.
    h)    Ákvæði um sjálfbæra þróun samfélagsins (efnahagslega og félagslega - hugtakið aukning lífsgæða)
    i)    Ákvæði um samfélagslega ábyrgð stjórnmálanna, fyrirtækja og einstaklinga.
    j)    Ákvæði um að Ísland sé kjarnorkuvopnalaust og jafnvel kjarnorkulaust.
  4. Mikilvæg ákvæði sem þarf að ræða vel og finna samstöðu um eru:
    a)    Ákvæði um kjördæmaskipan: Eitt kjördæmi vs. mörg og lítil. Skipta Alþingi aftur  upp í tvær deildir? (t.d. imperfect bicameralism = neðri deild býr til lagafrumvörp, efri deild kemur með athugasemdir í annarri umræðuumferð). Og hafa eitt kjördæmi í neðri deild og fleiri kjördæmi í efri deild?
    b)    Ákvæði um persónukjör: Reynsla frá sl. stjórnlagaþingskosningum lætur okkur hugleiða kosti og galla persónukjörs + eitt kjördæmi. Hugmyndir: Er hægt að blanda saman persónukjöri og flokksbundnum atkvæðum? Kannski er hægt að hafa persónukjör innan flokks í neðri deild (eitt kjördæmi) og hreint óflokksbundið persónukjör í efri deild (9-15 kjördæmi)? Spurning: Eiga reglur um persónukjör að vera í stjórnarskrá eða er nóg að festa þær í hefðbundnum kosningalögum?
    c)    Ákvæði um tengsl embættismanna við viðskiptalífið, sem sagt ákvæði um „conflict of interests“.
    d)    Ákvæði um þjóðkirkju: Hverjar eru afleiðingar aðskilnaðar kirkju og ríkis? T.d. í sambandi við eignirnar sem tilheyra lúthersku kirkjunni? Sjálfstæði þjóðkirkju og sjálfstæði óbreytts ríkis (Laical State) í ríkisákvörðunum (t.d. lög um jafnrétti samkynhneigðra o.s.frv.).
  5. Önnur mikilvæg ákvæði.
    a)    Ákvæði um stofnun sjálfstæðrar Þjóðhagsstofnunar sem aðstoðar Alþingi og ríkisstjórn með skýrslum og upplýsingum um „raun efnahags- og samfélagsþróun“ með því að nota ekki bara landsframleiðslu sem mælikvarða heldur einnig svokallaða „Genuine Progress Indicators“ til að leiðbeina ríkisvaldinu í átt til sjálfbærrar efnahagslegrar og  félagslegrar þróunar samfélagsins.
    b)    Ákvæði um stofnun stjórnlagadómstóls sem aðstoðar forsetaembættið við að verja stjórnarskrá gegn hugsanlegum brotum á henni.
    c)    Ákvæði um stofnun Court of Auditors sem hefur það hlutverk að leysa deilur milli ríkisstofnana og endurskoða og hafa eftirlit með öllum ríkistofnunum, að þær séu fjárhagslega reknar af skynsemi.
    d)    Ákvæði um tengsl embættismanna við fjölmiðla (aðskilja fjórða valdið frá stjórnmálamönnum).

Tæknileg einkenni nýrrar stjórnarskrár

Ný stjórnarskrá lýðveldisins Íslands verði:

  1. Rituð í formi laga (eins og flestar stjórnarskrár í heiminum).
  2. Ósveigjanleg: Það tryggir bæði verndun stjórnarskrár og að ákvarðarnir og lög sem munu brjóta ákvæði stjórnarskrár verði gerð ógild með ferli fyrir stjórnlagadómstól).
  3. Löng: U.þ.b. 120 greinar (sjá tillögu um nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins).
  4. Samþykkt með atkvæði: Í þessu tilfelli með núgildandi reglum, þ.e.a.s. á Alþingi í tveimur umferðum en væntanlega verði samþykkt fyrst með þjóðaratkvæðagreiðslu.
  5. Sættandi: Samkomulag milli fulltrúa þjóðarinnar með mismunandi hugsjónir.
  6. Lýðræðisleg: Þjóðin hefur áhrif á mótun nýrrar stjórnarskrár í gegnum stjórnlagakosningu og þjóðfund.
  7. Er stefnuskrá: Lýsir framkvæmdaáætlun og gefur ríkisstjórn og Alþingi því það hlutverk að framkvæma markmið sem sett hafa verið af stjórnlagaþingmönnum og það er gert með lagafrumvörpum og nýjum reglum sem standast nýja stjórnarskrá.


Löng stjórnarskrá þýðir að hún þarf að innihalda ýmis ákvæði um marga samfélagsþætti og takmarkar sig ekki með því að vísa í hefðbundin lög. Þetta er mikilvægt svo að löggjafarvaldið hafi einhvers konar áætlun til að miða að, og hafi þá einnig dómstólarnir grunnlög til að dæma lögmæti laganna.

Ferli til að fylgja eftir ákvæðum stjórnarskrár má kalla „stjórnarskrársuppfyllingu“. Þetta ferli getur tekið mörg ár eftir að ný stjórnarskrá hefur verið staðfest, þar sem það mun taka tíma að stofna stjórnlagadómstól (sem aðstoðarstofnun nýs hlutverks forsetaembættis – að verja stjórnarskrá), sjálfstæða Þjóðhagsstofnun (sem aðstoðarstofnun Alþingis og ríkisstjórnarinnar þegar lagafrumvarp er hannað og því fylgt eftir) og „court of auditor“ sem er stofnum sem virkar sem eftirlit á rekstur ríkisstofnana (eins og Alþingi, forsetaembætti, ríkisstjórn, dómstólar).

Grunvallaratriði nýrrar stjórnarskrár

Það ætti að vera skýrt og augljóst að ný stjórnarskrá beinist til sáttar milli stjórnlagaráðsmanna og milli mismunandi hugsjóna þeirra. Ný stjórnarskrá leggur áherslu á mannréttindi en líka á efnahagsleg og félagsleg réttindi og að þessi réttindi séu tryggð í raun. Ný stjórnarskrá fyllir hugtök andagift sem eru „anti-authoritarian State“ sem passar upp á að framkvæmdarvaldið sé ekki of sterkt, og sem treystir að nýtt kerfi löggjafarvaldsins virki vel. Það er mikilvægt að athuga hvort það þurfi að bæta við reglum sem tryggja stöðugleika framkvæmdarvaldsins. Fyrstu 10-12 ákvæði koma á svokölluðum „fundamental principles“ sem viðurkenna mikilvægi félagslegs frelsis einstaklingsins (social and individual liberties), sem eru studd af lögmálinu um samkennd (solidarity Principle). Þessum ákvæðum má aldrei breyta, ekki heldur í gegnum ákvæði um breytingu á stjórnarskrá. Þau innihalda eftirfarandi lögmál:

Personalistic principle: Ný stjórnarskrá inniheldur „Jusnaturalist“ sið þegar hún segir: „Íslenska lýðveldið viðurkennir og tryggir friðhelgi mannréttinda. Þessi mannréttindi eru talin „natural rights“, sem sagt ekki sköpuð af ríki, heldur eru réttindi sem eru til á undan ríki. Þessi túlkun er augljós því að ákvæðið notar orðið „viðurkennir“. Þessi skipulega framsetning er innblásin af kristinni trú, meðal annars, og sem andsvar gegn „totalitarism“ og gegn hegelian ríkishugtökum.

Laicality Principle:
Ný stjórnarskrá staðfestir að íslenska ríkið og kirkjan eru aðskilin og óháð hvort öðru. Þetta lögmál þýðir þó ekki að íslenska ríkið sé afskiptalaust eða áhugalaust gagnvart trúarbrögðum, heldur að ríkið tryggi trúfrelsi allra trúarbragða.

Pluralistic Principle: Þetta er regla allra lýðræðislegra ríkja. Þótt íslenska ríkið sé sagt eitt og óskiptanlegt, viðurkennir það og verndar pluralisma stjórnmálaflokkanna og minnihlutahópa hvað varðar tungumál, trúarbrögð sem og pluralisma félaga, hugsjónir, menningu, menntakerfi, stéttarfélög.

Labourist Principle: Það þýðir að atvinna er ekki bara einn þáttur í hagkerfinu. Atvinna hefur líka mikilvægt samfélagslegt gildi. Atvinna er bæði réttindi íslenskra ríkisborgara sem ríkið á að verja og siðferðisleg skylda ríkisborgara gagnvart samfélaginu, að sjálfsögðu í samræmi við eigin hæfileika og getu.

Democratic Principle:
Þetta lögmál viðurkennir ákvarðanir meirihlutans en ber virðingu og ver minnihlutahópa, einnig pólitískt (elective and representiative organs); gegnsæi ákvörðunarferla (pólitíska og ákvarðanir dómsvaldsins); en inniheldur sérstaklega lögmál um fullveldi almennings.

Equality Principle: Í ákvæðinu myndi standa að allir ríkisborgarar, óháð kyni, kynþætti, tungumáli, trú, pólitískum skoðunum, persónulegu og samfélagslegu ástandi, eru jafnir fyrir lögum.
Að ríki fjarlægi hindranir sem de facto takmarka jafnrétti, og gera einstaklingum kleift að þróa fullkomlega persónuleika þeirra á efnahagssviðinu, og einnig á félagslega og menningarlega sviðinu.

Solidarity Principle: Það eru til “public spirit” í pólitísk, félagsleg og efnahagsleg samhygð/samstaða, milli ríkisborgara. Þetta lögmál er í grunvallarákvæði nýrrar stjórnarskrár og er túlkun um hugtakið “velferðarkerfi”.

Internationalistic Principle: Íslensk lög aðlagast þeim alþjóðalögum sem eru viðurkennd;  auk þess er þar ákvæði sem, á sama hátt og í öðrum löndum, mun takmarka þjóðarfullveldi; takmörkun sem er nauðsynleg til að tryggja friðsamlega sambúð þjóðanna.

Pacifist Principle: Þetta mun koma fram í ákvæði sem staðfestir að íslenska lýðveldið hafnar stríði sem leið til að leysa alþjóðlegar deilur. Ákvæðið gæti samþykkt að íslenska lýðveldið styðji alþjóðlegar stofnanir til að tryggja frið og réttlæti milli þjóðanna. Þessi seinni hluti ákvæðisins gæti verið túlkaður þannig að Ísland getur stutt aðgerðir til að verja aðra þjóðir, en aldrei án samþykki þjóðarinnar, og mun aldrei leyfa Íslandi að taka þátt í stríði eða „peace-enforcing actions“. (þetta þýðir að íslenska stjórnarskráin myndi ekki hafa leyft þátttöku í Íraksstríðinu árið 2003).

Tekið saman og ritað af René Biasone.   
Reykjavík, 3. apríl 2011

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.