Lengd þingsetu. Þingmenn séu ekki ráðherrar.
Olgeir Gestsson
- Heimilisfang: Hafravellir 7 221 Hafnarfjörður
- Skráð: 14.04.2011 09:06
Varðandi kosningu til Alþingis.
Ég hefði viljað sjá að það yrði tekið fram í stjórnarskrá að kosinn þingmaður á Alþingi Íslendinga geti ekki setið lengur á þingi en tvö kjörtímabil.
Eins hefði ég viljað sjá þá breytingu gerða að þeir þingmenn sem skipaðir eru ráðherrar geti ekki einnig verið þingmenn. M.ö.o. segi af sér þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherraembætti.
Án efa kemur fleira síðar.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.