Um undirskriftasöfnun fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur
Örn Sigurðsson
- Heimilisfang: Miðbraut 12
- Skráð: 11.04.2011 10:46
Ég er hlynntur því að ákveðinn hluti kosningabærra þegna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem eru samþykkt af Alþingi.
Mér þykir eðlilegt að ákveðnar reglur gildi um slíka undirskriftasöfnun og að um slíka söfnun gildi sambærileg formfesta og gildir um hefðbundnar kosningar. Ef til vill að gerð yrði sú krafa að maður þurfi að fara á ákveðna (sýslumanns?) skrifstofu, sýna þar skilríki áður en nafn er ritað á þar til gerðan lista.
Í stuttu máli: Það ætti að vera álíka krefjandi fyrir kjósanda að setja nafn sitt á undirskriftalista og það er fyrir hann að kjósa í almennum kosningum.
Kær kveðja,
Örn Sigurðsson
ps. Mikið er ég ánægður að þessi vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli vera komin þetta vel af stað.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.