Úrsögn þingmanna úr flokkum.
Helga Guðrún Erlingsdóttir
- Heimilisfang: Norðurbyggð 1c
- Skráð: 10.04.2011 10:16
Þegar kosið er til Alþingis er kosið um flokk en ekki einstakling. Því óska ég eftir því að Stjórnlagaráðið taki á því að þingmenn sem sitja fyrir ákveðinn flokk á þingi geti setið áfram ef þeir segja sig úr flokknum.
Mér finnst að viðkomandi sé þá búinn að segja sig frá störfum og hætti sem alþingismaður þar sem hann er í umboði flokksins.
Að alþingismenn sem segja sig úr flokknum missi sæti á þingi finnst mér réttlætismál þar sem kosið er um flokk en ekki einstakling.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.