Breytingatillaga #143

Við 34. grein. Náttúruauðlindir

Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Nefndin leggur til að í 2. málsl. 1. mgr. segi „auðlindirnar" í stað „þær", að orðið „því" falli brott og að orðaröðun sé breytt þannig að orðið „aldrei" færist fram fyrir orðið „má". Einnig er lagt til að í 2. málsl. 4. mgr. verði orðið „þeirra" tekið út á eftir „eða hagnýtingar" og í staðinn segi: „auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða".

2. málsl. 1. mgr. verður samkvæmt þessum breytingartillögum og breytingum sem samþykktar voru á 17. ráðsfundi um að orðin „beint eða óbeint" bættust við:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja, beint eða óbeint.

4. mgr. verður samkvæmt þessum breytingartillögum:
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

 

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja, beint eða óbeint.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatns- og virkjunarréttindi og jarðhita- og námaréttindi. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Skýringar:

Orðalagsbreytingar, í samræmi við breytingartillögu nr. 107 frá 17. ráðsfundi.