Breytingatillaga #98

Við 42. grein. Starfstími

Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Bætt við "eftir að úrslit alþingiskosninga liggja fyrir"

Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir að úrslit alþingiskosninga liggja fyrir.

Í lögum skal kveðið á um samkomudag reglulegs Alþingis og skiptingu starfstíma þess í löggjafarþing.

 

Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir hverjar alþingiskosningar.

Í lögum skal kveðið á um samkomudag reglulegs Alþingis og skiptingu starfstíma þess í löggjafarþing.

Skýringar:

Kveðið á um að þing komi saman tveimur vikum eftir úrslit, frekar en framkvæmd kosninga. Oftast mun þetta ekki hafa áhrif, en komi til þess að úrslit séu kærð eða tefjist, þá hlýtur þetta að teljast eðlilegri framkvæmd.