Breytingatillaga #70

Við 77. grein. Kjörtímabil

Flytjendur:
  • Örn Bárður Jónsson
  • Þorkell Helgason
  • Katrín Oddsdóttir
  • Illugi Jökulsson
  • Gísli Tryggvason
  • Erlingur Sigurðarson
  • Arnfríður Guðmundsdóttir
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

1) 1. málsliður: Í stað orðanna "1.ágúst" og "31. júlí" komi: "1. júlí" og "30. júní"
2) 1. málsliður: "fjórum" verði " "fimm."
3) 2. málsliður: Í stað "júní- eða júlímánuði" komi: "apríl- eða maímánuði."

Kjörtímabil forseta hefst 1. júlí og endar 30. júní að fimm árum liðnum. Forsetakjör fer fram í apríl- eða maímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.

Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.

Skýringar:

Með breyttum samfélagsháttum og samgöngum er ekki sama þörf og áður var; að miða við að kosningar fari fram á miðju sumri Nú er sá tími meira og minna notaður til sumarleyfa og þjóðfélagið að ýmsu leyti í lausari skorðum en á öðrum tíma. Kosningar eru því erfiðari í framkvæmd þá en fyrr á vori. Þetta hefur löggjafinn viðurkennt í raun með því að ákveða reglulega kjördaga í Alþingis- og sveitarstjórnakosningum í apríl og maí. Er hér lagt til að svo verði og um kosningar til forseta.

Þá er einnig lagt til að forseti verði settur í embætti 1. júlí í stað 1. ágúst. Sú breyting stendur í skýru samhengi við aðekki líði allt of langur tími frá kjöri forseta til embættistöku hans, auk þess sem betur fer um embættistökuna þar og þá en þegar losið á þjóðfélaginu er mest, þ.e. þegar sumarleyfistíminn er í hámarki um verslunarmannahelgina en litlar líkur eru á því að slíkt eigi eftir að breytast mikið á næstu áratugum.

Þá þykir fara vel á því að lengja kjörtímabil forseta úr fjórum árum í fimm. Reynslan hefur sýnt að forsetar hafa setið 3 eða 4 kjörtímabil, þ.e. 12 eða 16 ár. Gera má ráð fyrir að svo héldist áfram og að forseti byði sig aðeins einu sinni eða tvisvar fram til endurkjörs. 'Olíklegt er að sú hefð breytist að forseti sé sjálfkjörinn eða því sem næst, gefi hann kost á sér o er því líklegastur setutími í framtíðinni 10 eða15 ár verði þessi breyting samþykkt. Í tillögunni felst ekkert sem hindrar það sem eðlilegt er: að sitjandi forseti fái mótframboð. Það gerist þá bara á fimm ára fresti í stað fjögurra.

Þá má að lokum telja það til kosta að með því að kjörtímabil forseta sé ekki hið sama og nú er til bæði alþingis og sveitarstjórna minnka líkurnar á að reglulegar kosningar falli saman á ár og dreifi þá athygli kjósenda o minnki e.t.v. þáttöku þeirra í hvorum tveggja. Slíkt er því ekki mjög vel fallið til að þjóna lýðræðinu.

Áhrif á aðrar greinar:
Samþykki stjórnlagaráð ofangreinda tillögu leiðir slíkt til nauðsynlegrar breytingar á 81.gr. um fráfall forseta. Þar þarf þá að breyta ""...31. júlí á fjórða ári frá kosningu" svo að þar standi: "... 30. júní á fimmta ári frá kosningu."