Breytingatillaga #28

Við 79. grein. Starfskjör

Flytjendur:
  • Lýður Árnason
  • Katrín Oddsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Mælt er með að tveir síðustu málsliðir ákvæðisins falli niður.

Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu.

Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þó ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.

Skýringar:

Að tilgreina sérstaklega starfskjör embættismanna og tilhögun þeirra í stjórnarskrá er allt í senn: Óþarft, úrelt og áminning um fyrri tíma forréttindi.

Mælt með að tveir síðustu málsliðir ákvæðisins falli brott.

Jafnframt má benda á að ákvæðið reyndist koma í veg fyrir að núverandi forseti gæti skv. eigin vilja lækkað laun sín í kjölfar efnahagshrunsins.