Breytingatillaga #23

Við 50. grein. Þingforseti

Flytjendur:
  • Lýður Árnason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Mælt með að neðangreint ákvæði:

50.  Þingforseti

Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út kjörtímabil skal sami háttur hafður á við kosningu nýs forseta.

Forseti stýrir störfum Alþingis. Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Með forseta starfa varaforsetar sem eru staðgenglar hans og mynda ásamt honum forsætisnefnd. Um kosningu þeirra skal mælt fyrir um í lögum.

Forseti Alþingis lætur af almennum þingstörfum og hefur ekki atkvæðisrétt. Varamaður hans tekur sæti á þingi á meðan hann gegnir embættinu.

....falli brott.

Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út kjörtímabil skal sami háttur hafður á við kosningu nýs forseta.

Forseti stýrir störfum Alþingis. Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Með forseta starfa varaforsetar sem eru staðgenglar hans og mynda ásamt honum forsætisnefnd. Um kosningu þeirra skal mælt fyrir um í lögum.

Forseti Alþingis lætur af almennum þingstörfum og hefur ekki atkvæðisrétt. Varamaður hans tekur sæti á þingi á meðan hann gegnir embættinu.

Skýringar:

Nóg að geta þessa i þingsköpum. Þingforseti hafði meira vægi á fyrri stigum áfangaskjals enda hann hugsaður arftaki forseta Íslands að einhverju leyti. Þar sem ekkert varð úr því er ákvæðið óþarft og mælt með að þinginu verði látið eftir að ákvarða umgjörð forseta síns.

Hjördís Hákonardóttir, fyrrum hæstaréttardómari styður þetta sjónarmið.